Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist í fyrramálið í New York til að ræða hvernig bregðast eigi við síðustu flugskeytatilraunum Norður-Kóreu.
Japan og Bandaríkin óskuðu eftir því að málið yrði tekið á dagskrá.
Þremur flugskeytum var skotið út á Japanshaf frá austurströnd Norður-Kóreu í nótt.
Talið er að flugskeytin séu af gerðinni Rodong, sem hefur um 1.000 km drægni og að þeim hafi verið skotið upp án nokkurrar viðvörunar.
Frétt mbl.is: Fordæma flugskeytatilraunir N-Kóreu
Norður-Kórea hefur skotið mörgum flugskeytum á þessu ári þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna eftir fjórðu kjarnorkuvopnatilraun landsins í janúar.