Vill rífa fæðingarstað Hitlers

AFP

Forsetaframbjóðandi Frelsisflokksins í Austurríki, Norbert Hofer, vill að húsið sem nasistaforinginn Adolf Hitler fæddist í verði rifið. Húsið stendur í bænum Braunau am Inn í norðurhluta landsins. Ennfremur vill hann bæta tengslin við samfélag Gyðinga í Austurríki. 

„Tveir möguleikar eru í stöðunni. Breyta húsinu í minningarreit eða rífa það. Persónulega myndi ég vilja rífa það,“ er haft eftir Nofer. Stjórnvöld í Austurríki settu fyrr á árinu lög sem gerðu þeim kleift að taka húsið eignarnámi. Markmiðið er að tryggja að húsið verði ekki að minningarreit fyrir nasista. Ekki er hlaupið að því hins vegar að rífa það þar sem húsið er friðað vegna aldurs.

Þetta kemur fram í frétt AFP. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka