Brunnið brak úr MH370?

Blaine Gibson.
Blaine Gibson. AFP

Talið er að nýlega fundið flugvélabrak, alls fimm stykki, geti verið hluti af þotu Malaysia Airlines, flugi MH370, sem hvarf á leiðinni frá Kuala Lumpur til Peking í mars 2014. Brakið fannst á Madagaskar.

Tvö brotanna bera merki um bruna og ef það fæst staðfest er það í fyrsta skipti sem brennt brak úr vélinni finnst. Alls fórust 239 með farþegaþotunni. 

Í frétt BBC kemur fram að Blaine Gibson, sem er mikill áhugamaður um að komast að því hvað grandaði vélinni, hafi fundið brakið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann finnur brak úr henni. Talið er að þotan hafi brotlent í suðurhluta Indlandshafs eftir að hafa farið út af flugstefnu.

Sjá nánar á BBC

Mögulegt brak úr MH370.
Mögulegt brak úr MH370. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka