Hefur ekki stuðning Frakka

Matthias Fekl.
Matthias Fekl. AFP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur ekki leng­ur stuðning Frakk­lands til þess að halda áfram viðræðum við Banda­rík­in um fríversl­un­ar­samn­ing. Þetta sagði Matt­hi­as Fekl, aðstoðarviðskiptaráðherra Frakk­lands, á fundi með Evr­ópu­mála­nefnd franska þings­ins í dag. Hann sagði að frönsk stjórn­völd myndu þó ekki koma í veg fyr­ir viðræðurn­ar.

„Fram­kvæmda­stjórn­in hef­ur all­an rétt á því að standa í viðræðunum eins lengi og hún vill,“ sagði hann. Hins veg­ar væri afstaða Frakk­lands skýr. Frönsk stjórn­völd vildu að viðræðunum yrði hætt og þeirri af­stöðu yrði haldið á lofti á fundi viðskiptaráðherra ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins í Brat­islava í Slóvakíu 23. sept­em­ber. Hann sagði að umboð fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar til þess að standa í viðræðunum hefði ekki leng­ur stuðning rík­is­stjórn­ar Frakk­lands.

Fekl sagði að Banda­rík­in hefðu ekki verið reiðubú­in að koma til móts við Evr­ópu­sam­bandið líkt og að opna op­in­ber banda­rísk útboð fyr­ir evr­ópsk­um fyr­ir­tækj­um. Fleiri evr­ópsk­ir ráðamenn hafa á und­an­förn­um mánuðum lýst and­stöðu sinni við áfram­hald­andi viðræður við Banda­ríkja­menn eða lýst efa­semd­um sín­um um að viðræðurn­ar myndu skila ár­angri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert