Rannsaka þrjár árásir á sólarhring

Aukalið lögreglu er á vakt á flugvöllum, lestarstöðvum og umferðarmiðstöðvum …
Aukalið lögreglu er á vakt á flugvöllum, lestarstöðvum og umferðarmiðstöðvum í New York. AFP

Bandaríska alríkislögreglan(FBI) rannsakar hvort þrjár árásir, sem gerðar voru í Bandaríkjunum á einum sólarhring, séu hryðjuverk. Um er að ræða sprengjutilræði í New York, hnífaárás í Minnesota og sprenging í New Jersey. Fimm eru í haldi í tengslum við árásina í New York. 

Gríðarlegur viðbúnaður er víða vegna tilræðanna og nýjustu fregnir herma að sprengibúnaður fyrir fimm sprengjur hafi fundist í bakpoka á lestarstöð í New Jersey í nótt. Einn þeirra sprakk þegar vélmenni á vegum sprengjudeildar lögreglunnar reyndi að aftengja búnaðinn á lestarstöð í borginni Elizabeth, samkvæmt frétt AP fréttastofunnar. Þetta hefur AP fréttastofan eftir Christian Bollwage borgarstjóra. Hann segir að sprengibúnaðurinn hafi sprungin fljótlega eftir miðnætti að staðartíma, klukkan 00:30 sem er klukkan 4:30 í nótt að íslenskum tíma. Unni er að því að aftengja hina fjóra. Greint var frá því í gærkvöldi að hlé hafi verið gert á lestarferðum á milli Newark-flugvallar í ríkinu og borgarinnar Elizabeth vegna grunsamlegs pakka sem hafi fundist.

Frétt mbl.is: Rannsakað sem mögulegt hryðjuverk

Yfirvöld segja að ekki hafi komið fram neinar sannanir fyrir því að árásirnar tengist en að þær hafi allar verið gerðar á innan við sólarhring vekur upp spurningar um öryggi almennra borgara í Bandaríkjunum. Málefni sem hefur mjög verið rætt í kosningabaráttunni vestanhafs undanfarin misseri þar semHillaryClinton ogDonaldTrump berjast um að verða valin forseti landsins.

AFP

29 særðust þegar sprengja sprakk í Chelsea-hverfinu í New York á laugardagskvöldið. Jafnframt urðu talsverðar skemmdir á byggingum, rúður brotnuðu og brak þeyttist út um allt.

Önnur sprengja, sem var ósprungin, fannst nokkrum götum frá og var aftengd af lögreglu. Hún er nú til rannsóknar hjá FBI í Virginia.

Unnið við hreinsun á 23ja St. í Chelsea hverfinu.
Unnið við hreinsun á 23ja St. í Chelsea hverfinu. AFP

Báðar sprengjurnar voru svipaðar að gerð, hraðsuðukatlar fylltir sprengjubrotum. Eins voru jólaljós og samlokusímar notaðir við sprengjugerðina auk notaðir hraðsuðukatlar, jólaljós og sprengiefni, samkvæmt frétt New York Times í gærkvöldi. Vísar NYT í heimildir innan úr lögreglu þar að lútandi.

Dagblaðið segir að fimm séu í haldi og séu yfirheyrðir í tengslum við sprengjutilræðið í New York. 

FBI staðfestir að lögreglan hafi stöðvað för bifreiðar í tengslum við rannsóknina og samkvæmt New YorkDailyNews fundust vopn í bifreiðinni og að einn hafi þekkst af mynd úr öryggismyndavél. Ekki kemur fram hvort sá sé einn þeirra fimm sem eru í haldi lögreglu. 

Ruslagámurinn þar sem sprengjan sprakk í New York.
Ruslagámurinn þar sem sprengjan sprakk í New York. AFP

Í New Jersey sprakk rörasprengja í ruslagámi á laugardag en enginn slasaðist í þeirri árás. 

Í verslunarmiðstöð í St. Cloud í Minnesota stakk bandarískur maður af sómölskum uppruna níu manns áður en hann var skotinn til bana af lögreglumanni.

Er rannsakað hvort árásirnar þrjár séu allar hryðjuverkaárásir en ríkisstjórinn í New Jersey segir að það skipti engu hvað þú vilt kalla þær - þetta séu allt hryðjuverk. ChrisChristie, ríkisstjóri er repúblikani og styður framboðTrumps til forseta. 

Frá verslunarmiðstöðinni þar sem maðurinn stakk níu manns.
Frá verslunarmiðstöðinni þar sem maðurinn stakk níu manns. AFP

„Sprengjan sem sprakk í New York er greinilega hryðjuverk en tengist ekki alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum,“ segir ríkisstjóri New York, demókratinn Andrew Cuomo. „Með öðrum orðum við finnum engin tengsl við Ríki íslams,“ bætti hann við í gær.

Mikill viðbúnaður er í New York og hefur tæplega eitt þúsund lögreglumönnum og þjóðvarðliðum verið bætt við á vakt á flugvöllum, umferðarmiðstöðvum og lestarstöðvum. Von er á forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, til borgarinnar á morgun þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst. 

Enginn hefur lýst því yfir að bera ábyrgð á sprengjutilræðunum á laugardag en fréttastofan Amaq, sem tengist vígasamtökum, segir að hermaður Ríkis íslams hafi staðið á bak við hnífaárásina í Minnesota. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka