Bandaríska alríkislögreglan(FBI) rannsakar hvort þrjár árásir, sem gerðar voru í Bandaríkjunum á einum sólarhring, séu hryðjuverk. Um er að ræða sprengjutilræði í New York, hnífaárás í Minnesota og sprenging í New Jersey. Fimm eru í haldi í tengslum við árásina í New York.
Gríðarlegur viðbúnaður er víða vegna tilræðanna og nýjustu fregnir herma að sprengibúnaður fyrir fimm sprengjur hafi fundist í bakpoka á lestarstöð í New Jersey í nótt. Einn þeirra sprakk þegar vélmenni á vegum sprengjudeildar lögreglunnar reyndi að aftengja búnaðinn á lestarstöð í borginni Elizabeth, samkvæmt frétt AP fréttastofunnar. Þetta hefur AP fréttastofan eftir Christian Bollwage borgarstjóra. Hann segir að sprengibúnaðurinn hafi sprungin fljótlega eftir miðnætti að staðartíma, klukkan 00:30 sem er klukkan 4:30 í nótt að íslenskum tíma. Unni er að því að aftengja hina fjóra. Greint var frá því í gærkvöldi að hlé hafi verið gert á lestarferðum á milli Newark-flugvallar í ríkinu og borgarinnar Elizabeth vegna grunsamlegs pakka sem hafi fundist.
Frétt mbl.is: Rannsakað sem mögulegt hryðjuverk
Yfirvöld segja að ekki hafi komið fram neinar sannanir fyrir því að árásirnar tengist en að þær hafi allar verið gerðar á innan við sólarhring vekur upp spurningar um öryggi almennra borgara í Bandaríkjunum. Málefni sem hefur mjög verið rætt í kosningabaráttunni vestanhafs undanfarin misseri þar semHillaryClinton ogDonaldTrump berjast um að verða valin forseti landsins.
29 særðust þegar sprengja sprakk í Chelsea-hverfinu í New York á laugardagskvöldið. Jafnframt urðu talsverðar skemmdir á byggingum, rúður brotnuðu og brak þeyttist út um allt.
Önnur sprengja, sem var ósprungin, fannst nokkrum götum frá og var aftengd af lögreglu. Hún er nú til rannsóknar hjá FBI í Virginia.
Báðar sprengjurnar voru svipaðar að gerð, hraðsuðukatlar fylltir sprengjubrotum. Eins voru jólaljós og samlokusímar notaðir við sprengjugerðina auk notaðir hraðsuðukatlar, jólaljós og sprengiefni, samkvæmt frétt New York Times í gærkvöldi. Vísar NYT í heimildir innan úr lögreglu þar að lútandi.
Dagblaðið segir að fimm séu í haldi og séu yfirheyrðir í tengslum við sprengjutilræðið í New York.
FBI staðfestir að lögreglan hafi stöðvað för bifreiðar í tengslum við rannsóknina og samkvæmt New YorkDailyNews fundust vopn í bifreiðinni og að einn hafi þekkst af mynd úr öryggismyndavél. Ekki kemur fram hvort sá sé einn þeirra fimm sem eru í haldi lögreglu.
Í New Jersey sprakk rörasprengja í ruslagámi á laugardag en enginn slasaðist í þeirri árás.
Í verslunarmiðstöð í St. Cloud í Minnesota stakk bandarískur maður af sómölskum uppruna níu manns áður en hann var skotinn til bana af lögreglumanni.
Er rannsakað hvort árásirnar þrjár séu allar hryðjuverkaárásir en ríkisstjórinn í New Jersey segir að það skipti engu hvað þú vilt kalla þær - þetta séu allt hryðjuverk. ChrisChristie, ríkisstjóri er repúblikani og styður framboðTrumps til forseta.
„Sprengjan sem sprakk í New York er greinilega hryðjuverk en tengist ekki alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum,“ segir ríkisstjóri New York, demókratinn Andrew Cuomo. „Með öðrum orðum við finnum engin tengsl við Ríki íslams,“ bætti hann við í gær.
Mikill viðbúnaður er í New York og hefur tæplega eitt þúsund lögreglumönnum og þjóðvarðliðum verið bætt við á vakt á flugvöllum, umferðarmiðstöðvum og lestarstöðvum. Von er á forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, til borgarinnar á morgun þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst.
Enginn hefur lýst því yfir að bera ábyrgð á sprengjutilræðunum á laugardag en fréttastofan Amaq, sem tengist vígasamtökum, segir að hermaður Ríkis íslams hafi staðið á bak við hnífaárásina í Minnesota.