Hryðjuverk og íslam tvennt ólíkt

Ung frönsk kona, sem er íslam-trúar,  biður fólk um að rugla ekki saman íslamtrú og hryðjuverkum. Þrír úr fjölskyldu Yasmine Bouzegan Marzouk, 21 árs, létust í hryðjverkaárásinni í Nice á Bastilludaginn.

Hún segir að hryðjuverk séu framin af villimönnum sem ekki fara að lögum, trú eða trúarbrögðum.

„Þann 14. júlí, á þjóðhátíðardaginn, breyttist líf okkar til framtíðar,“ sagði Marzouk tárvot á minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverka í Frakklandi í dag. 

„Við erum múslímafjölskylda og enginn ætti að tengja saman íslam og árásirnar,“ segir hún.

Bouzegan Marzouk, sem lifði af árásina, lýsti því hvernig einn ættingi hennar, Mehdi Hachadi, 13 ára, varð undir dekkjum vörubifreiðarinnar sem var ekið á miklum hraða inn í mannmergð á strandgötu Nice að kvöldi þjóðhátíðardagsins.

„Lífi barns sem átti bjarta framtíð fyrir höndum var hrifsað í burtu. Hann var alinn upp í íslam-trú sem boðar að við eigum að virða aðra og sýna öðrum umburðarlyndi,“ segir Marzouk.

Ökumaður vörubílsins, Mohamed Lahouaiej Bouhlel, var frá Túnis og liðsmaður Ríki íslams.

Marzouk hvetur Frakklandsforseta, François Hollande, og eftirmenn hans í embætti til þess að stöðva þessa villimennsku svo hryðjuverk sem beinast gegn frönskum ríkisborgurum heyri sögunni til og hatrið á milli ólíkra trúarhópa hverfi.

Hollande sat svipbrigðalaus þegar nöfn 230 Frakka, sem hafa verið drepnir í hryðjuverkum í Frakklandi og annarsstaðar síðustu 12 mánuði, voru lesin upp. Alls létust 130 í París í nóvember í fyrra og 86 í Nice í Frakklandi. Athöfnin fór fram í  í L'hôtel des Invalides í París þar sem Napóleon Frakklandskeisari er grafinn, í morgun. Hollande sagði við athöfnina að Frakkland ætti í stríði. Hann greindi frá breytingum sem verið er að gera á bótum til þeirra sem eru fórnarlömb hryðjuverka og fjölskyldna þeirra. „Þetta stríð hefur skilið eftir svo mörg fórnarlömb... Viðbrögð yfirvalda og reglur þær sem gilda fyrir slíkar bætur verða að breytast.“

Á laugardag var mikill viðbúnaður í Les Halles verslunarmiðstöðinni í París þar sem talið var að gíslataka ætti sér stað. Það reyndist ekki á rökum reist.

Fórnarlamba hryðjuverkaárása var minnst í París í morgun.
Fórnarlamba hryðjuverkaárása var minnst í París í morgun. AFP
Frakklandsforseti Francois Hollande.
Frakklandsforseti Francois Hollande. AFP
AFP
230 hafa látist í hryðjuverkaárásum á 12 mánuðum.
230 hafa látist í hryðjuverkaárásum á 12 mánuðum. AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka