Bandarísk yfirvöld hafa ákært Ahmad Khan Rahami fyrir að hafa komið fyrir þremur sprengjum í New York og New Jersey um síðustu helgi. Áður hafði Rahami verið ákærður fyrir morðtilraun í fimm liðum og ólöglegan vopnaburð.
Lögreglan rannsakar nú ástæðuna á bak við tilræðinum, en 29 manns særðust er önnur tveggja sprengja sem komið hafði verið fyrir í Chelsea hverfinu í New York sprakk. Enginn særðist hins vegar í sprengjutilræðinu í New Jersey.
Rahami, sem er 28 ára gamall, var handtekinn fjórum klukkustundum eftir að alríkislögreglan (FBI) lýsti eftir honum og birti mynd af honum. Eins voru skilaboð send út til milljónir manna af FBI.
Frétt mbl.is: Pabbinn hafði sambandi við FBI árið 2014