Loksins dómur 8 árum eftir dauða

Scarlett Keeling fannst látin á ströndinni 18. febrúar 2008.
Scarlett Keeling fannst látin á ströndinni 18. febrúar 2008. AFP

Tveir Indverjar sem eru ákærðir fyrir að hafa nauðgað og bera ábyrgð á dauða fimmtán ára gamallar breskrar stúlku, Scarlett Keeling, árið 2008 fá loksins í dag að heyra niðurstöðu dómstóls í sakamálinu. Réttarhöldin yfir þeim hófust árið 2010.

Lík Keeling var illa farið þegar það fannst á Anjuna- ströndinni í Goa fyrir átta árum. 

Samson D'Souza og Placido Carvalho eru ákærðir fyrir saknæmt athæfi sem leiddi til dauða, en ekki morð, með því að beita afli og að hafa byrjað henni ólyfjan með það að mark­miði að „mis­bjóða vel­sæmi henn­ar“. 

Móðir Keeling, FionaMacKeown, segist sannfærð um að dóttir hennar hafi verið myrt en þeir eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði þeir fundnir sekir. En ef ekki þá má búast við því að rannsóknardeild lögreglunnar (CBI) áfrýi niðurstöðunni. Jafnvel er talið að það skipti engu hver niðurstaða dómsins verður í dag - málinu sé ekki lokið því áfrýjun blasi við. 

Dauði stúlkunnar vakti heimsathygli þar sem hann varpaði ljósi á skuggaheima vinsælla ferðamannastaða en ströndin þar sem hún fannst látin er vinsæl meðal vestrænna hippa. Eins vakti lát hennar athygli á réttarkerfi Indlands sem ekki hefur þótt standa sig vel varðandi kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum. 

Lögreglan hélt því lengi vel fram að Keeling hafi dáið af slysförum en morðrannsóknin hófst í kjölfar þrýstings frá móður hennar. Krufning leiddi þá í ljós að Keeling hafði verið byrluð ólyfjan og henni nauðgað. Eins að hún var með yfir 50 áverka á líkamanum eftir ofbeldi.

Helsta vitni saksóknara, sem sagðist hafa séð D'Souza liggjandi ofan á Keeling skömmu fyrir dauða hennar. En síðar kom babb í bátinn þegar vitnið, Bretinn Michael Mannion, neitaði að bera vitni við réttarhöldin.

MacKeown og fjölskylda hennar var í hálfs árs fríi í Indlandi þegar hún fór ásamt dætrum sínum í ferð til Karnataka. Keeling kom hins vegar á undan þeim til baka til Goa þar sem hún ætlaði að fara í partý. Lík hennar fannst morguninn 18. febrúar 2008.

Lögreglan telur að D'Souzaog Carvalho hafi byrlað Keeling ólyfjan í kokteil áður en þeir nauðguðu henni og skildu hana eftir til að deyja en þeir hentu henni meðvitnunarlausri í sjóinn þar sem hún drukknaði. Þessu neita tvímenningarnir og segja að hún hafi farist af slysförum eftir að hafa tekið eiturlyf sjálfviljug.

Frétt mbl.is: Myrt í fríi sínu á Indlandi

Anjuna strönd.
Anjuna strönd. AFP
Fiona MacKeown, móðir Scarlett Keeling.
Fiona MacKeown, móðir Scarlett Keeling. AFP
Placido Carvalho ásamt eiginkonu sinni.
Placido Carvalho ásamt eiginkonu sinni. AFP
Samson D'Souza.
Samson D'Souza. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert