Skrifa undir friðarsamning í Kólumbíu

Juan Manuel Santos, til vinstri, og Timochenko.
Juan Manuel Santos, til vinstri, og Timochenko. AFP

Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleon „Timochenko“ Jimenez, leiðtogi skæruliðahreyfingarinnar FARC, undirrita í kvöld sögulegan friðarsamning og binda þar með endi á átök sem hafa staðið yfir í 52 ár.

Frétt mbl.is: Vopnahlé hafið í Kólumbíu

„Stríðið er alltaf kostnaðarsamara en friður. Við hefðum getað vaxið um 2% til 3% á ári síðustu 23 árin,“ sagði Santos í viðtali við BBC um efnahag landsins.

„Við höfum meira að segja misst sjónar á samúð okkar en í henni felst getan til að finna til með öðrum. Þjóð sem hefur verið í stríði í 50 ár er þjóð sem hefur eyðilagt mörg af sínum gildum.“

Salvador Sanchez Ceren, forseti El Salvador, heldur ræðu við komu …
Salvador Sanchez Ceren, forseti El Salvador, heldur ræðu við komu sína til Kólumbíu. AFP

Friðarsamningurinn verður undirritaður í borginni Cartagena. Á meðal gesta verða Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fjöldi leiðtoga frá Suður-Ameríku, þar á meðal Raul Castro, forseti Kúbu.

Búist er við að um 2.500 manns mæti til athafnarinnar og hefur verið óskað eftir því að þeir verði í hvítum klæðnaði.

Um leið og friðarsamningurinn hefur verið undirritaður mun Evrópusambandið fjarlægja FARC tímabundið af lista sínum yfir hryðjuverkasamtök. Ef allt verður í lagi eftir sex mánuði getur farið svo að samtökin verði alfarið tekin af listanum.

Liðsmenn kólumbíska sjóhersins tilbúnir til að taka á móti gestum.
Liðsmenn kólumbíska sjóhersins tilbúnir til að taka á móti gestum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert