Íslendingur beit bút úr eyra manns

Þýskur lögeglubíll. Mynd úr safni.
Þýskur lögeglubíll. Mynd úr safni. AFP

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa bitið stykki úr eyra af þýskum karlmanni á fertugsaldri í lest sem gengur á milli Berlínar og Nauen í Þýskalandi. Frá þessu greina þýskir miðlar í dag, bæði Bild og BZ.

Í fréttinni kemur fram að fórnarlambið sem nafngreindur er í þýskum miðlum, Alexander B., hafi setið í rólegheitunum í lestinni þegar sessunautur hans hafi upp úr þurru verið kallaður Bin Laden af Íslendingnum. Íslendingurinn hafi haldið áfram að hrópa að sessunaut Alexanders, ungum manni frá Mið-Austurlöndunum, að hann ætti að kalla „Allahu Akbar“ og setja sprengjuna í gang.

Á vef BZ er Íslendingurinn sagður hafa verið drukkinn í lestinni og að hann hafi reynt að espa farþega lestarinnar upp á móti unga manninum. Alexander B. reyndi þá að stíga inn í, greina þýsku miðlarnir frá, en þá hafi Íslendingurinn ráðist á hann.

Virtist sem að átökunum væri lokið þegar Íslendingurinn beit þriðjung úr eyra Alexanders og hrópaði að honum á ensku: „Ég drep þig!“ 

Samkvæmt því sem fram kemur í frétt BZ situr Íslendingurinn í gæsluvarðhaldi og verður hann leiddur fyrir dómara á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert