Sluppu með minni sakir

Omar Abdel Hamid El-Hussein sem skaut tvo menn til bana …
Omar Abdel Hamid El-Hussein sem skaut tvo menn til bana í Kaupmannahöfn í febrúar. EPA

Tveir af mönnunum fjórum sem voru sýknaðir af því að hafa aðstoðað skotárásarmann í Kaupmannahöfn í fyrra hlutu fangelsisdóma fyrir minni brot í dag. Mennirnir áttu yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en hluti þriggja og tveggja og hálfs árs dóma fyrir að hafa haft annað morðvopnið undir höndum.

Fjórir danskir ríkisborgarar voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa aðstoðað vopnaðan mann sem skaut kvikmyndagerðarmann og öryggisvörð til bana í Kaupmannahöfn í febrúar í fyrra. Þeir voru ákærðir fyrir „hryðjuverkabrot“.

Frétt mbl.is: Fjórir Danir sýknaðir vegna árásar

Mennirnir fjórir eru á aldrinum 21 til 31 ára og voru sakaðir um að hafa aðstoðað Omar el-Hussein, Dana af palestínskum ættum, fyrir seinni árásina sem átti sér stað fyrir utan bænahús gyðinga í dönsku höfuðborginni. 

Tveir þeirra voru sakfelldir fyrir að hafa haft vopnið sem notað var í fyrri árásinni í vörslu sinni og losað sig við það. Hlutu þeir þriggja og tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir brotin.

Danski dómsmálaráðherrann Sören Pind skrifað á Twitter eftir að dómurinn var kveðinn upp að yfirvöld muni skoða dóminn og taka afstöðu til þess hvort honum verði áfrýjað.

El-Hussein var skotinn til bana af lögreglu eftir árásirnar. Auk þeirra tveggja sem hann myrti særðust fimm manns í skotárásunum tveimur. Hin átti sér stað við menningarhús þar sem viðburður um tjáningarfrelsi hafði farið fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka