Sluppu með minni sakir

Omar Abdel Hamid El-Hussein sem skaut tvo menn til bana …
Omar Abdel Hamid El-Hussein sem skaut tvo menn til bana í Kaupmannahöfn í febrúar. EPA

Tveir af mönn­un­um fjór­um sem voru sýknaðir af því að hafa aðstoðað skotárás­ar­mann í Kaup­manna­höfn í fyrra hlutu fang­els­is­dóma fyr­ir minni brot í dag. Menn­irn­ir áttu yfir höfði sér lífstíðarfang­elsi en hluti þriggja og tveggja og hálfs árs dóma fyr­ir að hafa haft annað morðvopnið und­ir hönd­um.

Fjór­ir dansk­ir rík­is­borg­ar­ar voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa aðstoðað vopnaðan mann sem skaut kvik­mynda­gerðarmann og ör­ygg­is­vörð til bana í Kaup­manna­höfn í fe­brú­ar í fyrra. Þeir voru ákærðir fyr­ir „hryðju­verka­brot“.

Frétt mbl.is: Fjór­ir Dan­ir sýknaðir vegna árás­ar

Menn­irn­ir fjór­ir eru á aldr­in­um 21 til 31 ára og voru sakaðir um að hafa aðstoðað Omar el-Hus­sein, Dana af palestínsk­um ætt­um, fyr­ir seinni árás­ina sem átti sér stað fyr­ir utan bæna­hús gyðinga í dönsku höfuðborg­inni. 

Tveir þeirra voru sak­felld­ir fyr­ir að hafa haft vopnið sem notað var í fyrri árás­inni í vörslu sinni og losað sig við það. Hlutu þeir þriggja og tveggja og hálfs árs fang­els­is­dóm fyr­ir brot­in.

Danski dóms­málaráðherr­ann Sör­en Pind skrifað á Twitter eft­ir að dóm­ur­inn var kveðinn upp að yf­ir­völd muni skoða dóm­inn og taka af­stöðu til þess hvort hon­um verði áfrýjað.

El-Hus­sein var skot­inn til bana af lög­reglu eft­ir árás­irn­ar. Auk þeirra tveggja sem hann myrti særðust fimm manns í skotárás­un­um tveim­ur. Hin átti sér stað við menn­ing­ar­hús þar sem viðburður um tján­ing­ar­frelsi hafði farið fram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert