Árásarmaðurinn sagður norskur

Fórnarlambið hefur komið í viðtöl vegna málsins. Stórt stykki var …
Fórnarlambið hefur komið í viðtöl vegna málsins. Stórt stykki var bitið úr eyra hans. Skjáskot af bz-berlin.de

Tvenn­um sög­um fer af þjóðerni manns sem beit stykki úr eyra farþega um borð í lest í Þýskalandi. Að minnsta kosti tveir þýsk­ir fjöl­miðlar segja hann ís­lensk­an en aðrir að hann hafi verið norsk­ur.

Frétt mbl.is: Íslend­ing­ur beit bút úr eyra manns

Í frétt­um þýsku blaðanna Bild og BZ kem­ur fram að um Íslend­ing hafi verið að ræða og að hann sé á fimm­tugs­aldri. Í öðrum miðlum s.s. The Local í Nor­egi seg­ir að árás­armaður­inn hafi verið norsk­ur.

Öllum miðlun­um ber þó sam­an um at­b­urðarás­ina. Maður­inn hafi gert hróp að öðrum farþega og kallað hann ill­um nöfn­um, m.a. sakað hann um að vera hryðju­verkamaður. Þriðji maður­inn hafi reynt að stilla til friðar en hafi þá orðið fyr­ir fólsku­legri árás. Árás­armaður­inn hafi bitið stórt stykki úr eyra hans.

Sá sem fyr­ir árás­inni varð var flutt­ur á sjúkra­hús og sá sem á hann réðst var hand­tek­inn og á yfir höfði sér ákæru fyr­ir lík­ams­árás.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert