Leita við tré sem stóð ekki 1991

Ben Needham.
Ben Needham. Skjáskot af Sky

Lög­regla sem leit­ar Ben Need­ham rann­saka nú mynd sem tek­in var skömmu eft­ir að hann hvarf. Mynd­in virðist benda til þess að tré hafi verið gróður­sett á staðnum þar sem hann sást síðast.

Lög­reglu­menn­irn­ir gerðu upp­götv­un­ina á grísku eyj­unni Kos þegar þeir voru að kanna hvað hefði breyst á svæðinu frá því að Need­ham hvarf fyr­ir 25 árum. Mynd­in var tek­in af blaðaljós­mynd­ara sem heim­sótti staðinn 10 til 15 dög­um eft­ir hvarfið.

Þegar dreng­ur­inn hvarf, aðeins 21 mánaða gam­all, var afi hans að gera upp fast­eign sem stóð á þurru beitilandi.

Nítj­án manna teymi frá lög­regl­unni í Suður-Yorks­hire hef­ur verið við upp­gröft á svæðinu eft­ir að nýj­ar upp­lýs­ing­ar litu dags­ins ljós. Sér­fræðing­ar vinna nú að því að kemba jarðveg­inn um­hverf­is tréð sem vant­ar á ljós­mynd­ina.

Í gær fannst efn­is­bút­ur á staðnum þar sem ít­ar­leit lög­reglu stend­ur yfir.

„Það var mynd tek­inn, sem er eina heim­ild­in sem við höf­um, um það leiti sem Ben hvarf árið 1991,“ hef­ur Sky eft­ir lög­reglu­mann­in­um Jon Cous­ins. „Við höf­um getað greint hana og erum að leita á svæðinu um­hverf­is tréð.“

Rann­sak­end­urn­ir hafa sagt Kerry Need­ham, móður Ben, að búa sig und­ir hið versta. Þeir telja lík­legt að hafi lát­ist af slys­för­um dag­inn sem hann hvarf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka