Staðsetja flaugina sem grandaði MH17

Formaður hollensku flugslysanefndarinar, Tjibbe Joustra, kynnir niðurstöður nefndarinnar. Hann stendur …
Formaður hollensku flugslysanefndarinar, Tjibbe Joustra, kynnir niðurstöður nefndarinnar. Hann stendur framan við leyfar stjórnklefa farþegavélarinnar. EMMANUEL DUNAND

Búist er við að hollensk nefnd sem hefur unnið að rannsókn á því þegar  farþegaþota flug­fé­lags­ins Malaysia Airlines, MH17, var skot­in niður yfir Úkraínu 2014, birti niðurstöður sínar í dag.

Þotan var skot­in niður fyr­ir tveim­ur árum, 17. júlí 2014 í loft­helgi Úkraínu og fórust allir þeir 298 sem um borð voru.

Fyrri rannsókn, sem unnin var af hollensku flugslysanefndinni, sagði vélina hafa verið skotna niður af svonefndu Buk flugskeyti, sem framleitt er í Rússlandi. Ekki var hins vegar tekinn afstaða til þess hver hefði skotið flugskeytinu, sem talið er hafa verið skotið upp frá svæði sem var und­ir stjórn upp­reisn­ar­manna. Rúss­ar hafa þó ávallt neitað aðild að mál­inu.

Saksóknarar frá Ástralíu, Belgíu, Malasíu og Úkraínu taka þátt í rannsókn hollensku nefndarinnar, sem talinn er geta leitt til ákæru.

Heimildamaður fréttavefjar BBC innan nefndarinnar, segir niðurstöðurnar sem birtar verða í dag draga fram nákvæma staðsetningu á því  hvar flauginni var skotið upp, auk þess sem kennsl verði borinn á vopnið sem sem var notað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka