Hafna friðarsamningum

Kjósendur í Kólumbíu hafa hafnað friðarsamningum sem ríkisstjórnin gerði við skæruliðasamtökin FARC og tilkynnt var um á mánudaginn. Mjög mjótt er á munum, en þegar 99% atkvæða hafa verið talin vildu 50,24% kjósenda hafna samkomulaginu en 49,75% voru fylgjandi samkomulaginu.

Þetta kemur fram í opinberum gögnum sem voru birt á vefsíðu kosningastjórnar.

Þetta er viðsnúningur frá skoðunarkönnunum sem höfðu áður verið birtar, en þar voru mældust fylgjendur vera fleiri.

Friðarsamningurinn sem var undirritaður á mánudaginn var sögu­leg­ur, en hann átti að binda endi á 52 ára átök sem hafa átt sér stað í land­inu. Um 260 þúsund manns hafa verið drep­in í átök­un­um, 6,9 millj­ón­ir hafa yf­ir­gefið heim­ili sín og ekk­ert hef­ur spurst til 45 þúsund manns.

Frá kosningum í Kólumbíu í dag. Kjósendur höfnuðu friðarsamningum við …
Frá kosningum í Kólumbíu í dag. Kjósendur höfnuðu friðarsamningum við FARC skæruliðasamtökin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert