Öryggið tekið frá konum

Fjöldi fólks mótmæli á götum Varsjá í dag.
Fjöldi fólks mótmæli á götum Varsjá í dag. AFP

Kon­ur í Póllandi hafa lagt niður störf til að mót­mæla al­gjör banni við fóst­ur­eyðing­um. Í frétt BBC um málið seg­ir að kvenna­frí­dag­ur­inn á Íslandi árið 1975 sé þeim pólsku hvatn­ing.

Svart­klædd­ir mót­mæl­end­ur gengu um göt­ur og kröfðust rétt­inda yfir lík­ama sín­um. 

Rík­is­stjórn Pól­lands hef­ur lagt fram frum­varp til laga þar sem kveðið er á um að kon­ur geti aðeins farið í fóst­ur­eyðingu ef líf móður sé í húfi. Eins að þyngja eigi refs­ing­ar ef fóst­ur­eyðing­ar­lög­in eru brot­in. Þeir sem fram­kvæmi fóst­ur­eyðing­ar eiga sam­kvæmt frum­varp­inu yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi.

„Við vilj­um láta rík­is­stjórn­ina, kirkj­una og aðra sem styðja frum­varpið vita að nú sé nóg komið. Þeir vilja fóst­ur­eyðinga­lög sem munu í mörg­um til­fell­um þýða að kon­ur verða dæmd­ar til dauða. Frum­varpið tek­ur ör­yggið frá kon­um, þegar ólétt­an ógn­ar lífi þeirra,“ sagði ein þeirra sem mót­mæltu í dag.

Kon­ur hafa streymt á göt­ur höfuðborg­ar­inn­ar, Var­sjá. Ekki er vitað hversu marg­ir mót­mæla eða hversu dreifð mót­mæl­in verða utan stærstu borga Pól­lands.

Auk mót­mæla gegn fyr­ir­huguðu frum­varpi hafa einnig farið fram mót­mæli þeirra sem styðja fyr­ir­hugað bann.

Fóst­ur­eyðing­ar eru nú þegar nán­ast bannaðar í Póllandi en und­an­tekn­ing­arn­ar eru fáar. Aðeins er heim­ilt að fram­kvæma fóst­ur­eyðingu ef kon­ur verða þungaðar eft­ir nauðgun eða sifja­spell, sem þarf að vera skjalfest hjá sak­sókn­ara. Eins ef heilsu móður er í hættu eða ef fóstrið er mjög af­myndað.

Kaþólska kirkj­an er á meðal þeirra sem styður frum­varpið. Bisk­up­ar kirkj­unn­ar hafa beðið þegna henn­ar að biðja fyr­ir „sam­visku og ljósi Heil­ags anda allra Pól­verja sem vilja vernda líf frá getnaði til nátt­úru­legs dauða.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert