Öryggið tekið frá konum

Fjöldi fólks mótmæli á götum Varsjá í dag.
Fjöldi fólks mótmæli á götum Varsjá í dag. AFP

Konur í Póllandi hafa lagt niður störf til að mótmæla algjör banni við fóstureyðingum. Í frétt BBC um málið segir að kvennafrídagurinn á Íslandi árið 1975 sé þeim pólsku hvatning.

Svartklæddir mótmælendur gengu um götur og kröfðust réttinda yfir líkama sínum. 

Rík­is­stjórn Pól­lands hef­ur lagt fram frum­varp til laga þar sem kveðið er á um að kon­ur geti aðeins farið í fóst­ur­eyðingu ef líf móður sé í húfi. Eins að þyngja eigi refs­ing­ar ef fóst­ur­eyðing­ar­lög­in eru brot­in. Þeir sem fram­kvæmi fóst­ur­eyðing­ar eiga sam­kvæmt frum­varp­inu yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi.

„Við viljum láta ríkisstjórnina, kirkjuna og aðra sem styðja frumvarpið vita að nú sé nóg komið. Þeir vilja fóstureyðingalög sem munu í mörgum tilfellum þýða að konur verða dæmdar til dauða. Frumvarpið tekur öryggið frá konum, þegar óléttan ógnar lífi þeirra,“ sagði ein þeirra sem mótmæltu í dag.

Konur hafa streymt á götur höfuðborgarinnar, Varsjá. Ekki er vitað hversu margir mótmæla eða hversu dreifð mótmælin verða utan stærstu borga Póllands.

Auk mótmæla gegn fyrirhuguðu frumvarpi hafa einnig farið fram mótmæli þeirra sem styðja fyrirhugað bann.

Fóstureyðingar eru nú þegar nánast bannaðar í Póllandi en undantekningarnar eru fáar. Aðeins er heimilt að framkvæma fóstureyðingu ef kon­ur verða þungaðar eft­ir nauðgun eða sifja­spell, sem þarf að vera skjalfest hjá saksóknara. Eins ef heilsu móður er í hættu eða ef fóstrið er mjög af­myndað.

Kaþólska kirkjan er á meðal þeirra sem styður frumvarpið. Biskupar kirkjunnar hafa beðið þegna hennar að biðja fyrir „samvisku og ljósi Heilags anda allra Pólverja sem vilja vernda líf frá getnaði til náttúrulegs dauða.“

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert