Vilja leita Bens undir nýju húsi

Ben Needham þegar hann var 21 mánaða og teikning af …
Ben Needham þegar hann var 21 mánaða og teikning af því hvernig hann gæti litið út í dag.

Lög­reglu­teymið sem leit­ar Bens Need­ham á grísku eyj­unni Kos vill fá að jafna hluta sveita­bæj­ar á svæðinu við jörðu. Ben litli hvarf árið 1991 er hann var með fríi í fjöl­skyldu sinni á eyj­unni. Hann var aðeins 21 mánaða gam­all. 

Bygg­ing­in sem lög­regl­an vill fá að jafna við jörðu og rann­saka ofan í grunn­inn var byggð eft­ir að Ben hvarf. 

Manns­hvarfið er nú aft­ur til rann­sókn­ar hjá lög­regl­unni eft­ir að hafa verið látið niður falla fyr­ir mörg­um árum. Er nú leitað, m.a. með því að grafa, við sveita­bæ­inn þar sem Ben sást síðast. Afi hans var að gera upp bæ­inn. 

Sá sem fer fyr­ir rann­sókn­inni seg­ir í sam­tali við Sky-frétta­stof­una að verið sé að reyna að semja við nú­ver­andi eig­anda sveit­ar­bæj­ar­ins að fá að rann­saka hvað leyn­ist und­ir nýja hús­inu. 

Nítj­án, bresk­ir lög­reglu­menn taka þátt í leit­inni á Kos. Um tíma var talið að Ben hefði verið rænt en nú þykir ým­is­legt benda til að hann hafi lát­ist af slys­för­um við bæ­inn og að lík hans hafi verið grafið þar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka