Breskir og grískir lögreglumenn hafa grafið á jörðinni síðustu daga, m.a. við ólífutré sem þar stendur. Tréð stendur við hús og hefur lögreglan nú fengið leyfi til að rífa hluta þess og leita undir því.
Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar um málið segir að maður sem vann við endurbætur ásamt afa drengsins hafi látist úr krabbameini á síðasta ári. Vinur hans hafi sett sig í samband við lögregluna stuttu síðar og veitt henni einhverjar upplýsingar sem urðu til þess að ákveðið var að hefja leitina að Ben Needham á ný.
Lögreglan ákvað að kanna jarðveginn undir viðbyggingu sem byggð var við húsið eftir hvarf Bens.
Á jörðinni hefur verið búið í mörg hundruð ár. Á henni fannst nýlega grafreitur og voru fornleifafræðingar fengnir til að skoða hann. Grafreiturinn er talinn vera 2.000 ára gamall.