Rífa hluta húss í leitinni að Ben

Ben Needham var tæplega tveggja ára er hann hvarf fyrir …
Ben Needham var tæplega tveggja ára er hann hvarf fyrir 25 árum.

Teymi breskra lög­reglu­manna er nú að rífa hluta húss á sveita­bæ á grísku eyj­unni Kos. 21 mánaða dreng­ur, sem hvarf spor­laust árið 1991, sást síðast á sveit­ar­bæn­um.

Lög­regl­an leit­ar nú vís­bend­inga á jörðinni og von­ast til þess að geta leyst þetta 25 ára gamla mann­hvarfs­mál. Lengi var talið að Ben Need­ham hefði verið rænt en nú er talið lík­legra að hann hafi lát­ist af slys­för­um við bæ­inn og verið jarðaður þar. Ein kenn­ing­in er sú að dreng­ur­inn hafi orðið fyr­ir vinnu­vél og að bíl­stjóri henn­ar hafi verið grip­inn skelf­ingu og falið líkið. 

Ben litli var ásamt afa sín­um á sveita­bæn­um 24. júlí árið 1991. Afi hans vann að end­ur­bót­um á húsi. Síðan hvarf litli dreng­ur­inn og ekk­ert hef­ur til hans spurst síðan.

Bresk­ir og grísk­ir lög­reglu­menn hafa grafið á jörðinni síðustu daga, m.a. við ólífu­tré sem þar stend­ur. Tréð stend­ur við hús og hef­ur lög­regl­an nú fengið leyfi til að rífa hluta þess og leita und­ir því.

Í frétt Sky-sjón­varps­stöðvar­inn­ar um málið seg­ir að maður sem vann við end­ur­bæt­ur ásamt afa drengs­ins hafi lát­ist úr krabba­meini á síðasta ári. Vin­ur hans hafi sett sig í sam­band við lög­regl­una stuttu síðar og veitt henni ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar sem urðu til þess að ákveðið var að hefja leit­ina að Ben Need­ham á ný.

Lög­regl­an ákvað að kanna jarðveg­inn und­ir viðbygg­ingu sem byggð var við húsið eft­ir hvarf Bens. 

Á jörðinni hef­ur verið búið í mörg hundruð ár. Á henni fannst ný­lega gra­freit­ur og voru forn­leifa­fræðing­ar fengn­ir til að skoða hann. Gra­freit­ur­inn er tal­inn vera 2.000 ára gam­all. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka