Heiðursmorð eru bönnuð í Pakistan samkvæmt breytingum á lögum sem samþykkt voru í dag. Í lögunum var glufa sem gerði einstaklingum sem frömdu heiðursmorð kleift að ganga lausir ef ættingjar fórnarlambsins höfðu fyrirgefið þeim.
Lögin marka tímamót í pakistönsku samfélagi en lengi hefur verið barist fyrir því að fella þessi lög úr gildi.
Mörg hundruð láta lífið á hverju ári vegna heiðursmorða þar í landi. Þetta er brýnt til að koma í veg fyrir að þessir glæpir viðgangist, segir í frumvarpinu.
Heiðursmorð eru tíð í Pakistan. Morðin eru framin til að vernda heiður fjölskyldunnar og fórnarlömbin eru iðulega stúlkur og konur.
Frétt mbl.is Kyrkti systur sína í bræðiskasti