Flaug í gegnum „ófreskjuna“ Matthew

Flugmennirnir flugu beint inn í auga stormsins.
Flugmennirnir flugu beint inn í auga stormsins. Skjáskot/YouTube

Fyrr í dag var flugvél flogið bein inn í auga fellibylsins Matthew sem hefur valdið dauða mörg hundruð manna og gríðarlegri eyðileggingu á eyjum Karabíska hafsins.

Flugvélin var á vegum bandarísku hafrannsóknar- og loftslagsstofnunarinnar, National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA).

Frétt mbl.is: Tortímingin er alls staðar

Á myndskeiði sem tekið var upp inn í flugstjórnarklefanum má sjá hvernig veðurofsinn lemur á vélinni svo hún hendist til.

Á svæðinu í kringum auga bylsins, miðju hans, er vindhraðinn hvað mestur. Í sjálfu auganu er veðrið hins vegar stillt.

„Þessi fellibylur er ófreskja,“ sagði Rick Scott ríkisstjóri Flórída er hann varaði íbúa við komu Matthews sem í nótt kom upp að ströndum ríkisins. „Ég vil að allir haldi lífi. Við getum endurbyggt heimili. Við getum endurreist fyrirtæki. En við getum ekki endurvakið líf.“

Matthew er nú utan við strönd Flórída. Á Daytona Beach fýkur brak um allar götur. Rigningar og mikið hvassviðri fylgja veðurofsanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert