Fyrsta fórnarlamb Matthew í Bandaríkjunum

Fellibylurinn Matthew er enn á leið sinni upp eftir austurströnd …
Fellibylurinn Matthew er enn á leið sinni upp eftir austurströnd Flórída. Mögulegt er að hann snúi við og láti aftur til sín taka á þeim svæðum þar sem hann hefur þegar farið yfir. AFP

Fellibylurinn Matthew hefur valdið dauðsfalli í Bandaríkjunum en kona í Flórída lést úr hjartaáfalli þegar bráðaliðar komust ekki til hennar vegna ofsaveðursins sem nú gengur yfir ríkið.

Konan, sem var á sextugsaldri, býr í St. Lucie. Þegar tilkynning barst um að hún þyrfti á aðstoð að halda komust bráðaliðar ekki til hennar vegna vindstyrks á svæðinu.

„Við gátum ekki brugðist við með öruggum hætti og því miður þá lést hún,“ sagði Catherine Chaney, talsmaður slökkviliðsins í St. Lucie.

Að því er fram kemur hjá Sky eru að minnsta kosti 572 látnir á Haítí, þar sem Matthew fór yfir fyrr í vikunni, og þá létust fjórir í Dóminíska lýðveldinu, þar af þrjú börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert