Þrír látnir á Flórída vegna Matthew

Þessi maður var á gangi í óveðrinu í St Augustine …
Þessi maður var á gangi í óveðrinu í St Augustine á Flórída. Eins og sjá má er bíllinn á bólakafi. AFP

Þrír hafa látist af völdum fellibylsins Matthew í ríkinu Flórída í Bandaríkjunum. 58 ára kona fékk hjartaáfall á heimili sínu í nótt. Vegna veðurofsans komust bráðaliðar ekki á heimili hennar.

„Við náðum ekki að bregðast við á öruggan hátt og því miður er hún látinn,“ sagði Catherine Chaney, talsmaður slökkviliðsins í St Lucie-sýslu.

Frétt mbl.is: Fyrsta fórnarlamb Matthew í Bandaríkjunum

Snemma um morguninn fengu bráðaliðar hringingu um að 82 ára maður væri hugsanlega að fá heilablóðfall og ætti erfitt með andadrátt. „Við gátum heldur ekki farið á staðinn vegna stormsins,“ sagði Chaney.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús í einkabíl en þar lést hann.

Um miðjan daginn fór kona í sýslunni Volusia út úr húsi til að gefa dýrum að éta. Hún dó eftir að tré féll á hana.

Samkvæmt BBC hafa yfir 800 manns farist á Haítí af völdum Matthew. Óttast er að talan eigi eftir að hækka enn meira. 

Frétt mbl.is: Tortímingin er alls staðar

Matthew mælist núna sem 2. flokks fellibylur, samkvæmt veðurstofu Bandaríkjanna. 

Íbúar í Jacksonville á Flórída ganga eftir götunni sem er …
Íbúar í Jacksonville á Flórída ganga eftir götunni sem er gjörsamlega á floti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert