Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, ætlar ekki að stíga til hliðar sem forsetaefni flokksins.
Í gær birtist myndskeið frá árinu 2005 þar sem Trump sést hafa uppi niðrandi ummæli um konur. Þar sagðist hann meðal annars vera stjarna og gæti því gert hvað sem er.
„Það eru engar líkur á því að ég hætti við framboðið,“ sagði Trump við Wall Street Journal.
Frétt mbl.is: Verður dónatalið Trump að falli?
„Ég mun aldrei gefast upp,“ sagði forsetaframbjóðandinn enn fremur en fjölmargir flokksfélagar hans í Repúblikanaflokknum heimta að hann hætti við framboðið.
Áður hafði Trump beðist afsökunar á áðurnefndu myndskeiði. „Ég hef sagt og gert hluti sem ég sé eftir,“ sagði Trump í afsökunarbeiðni sinni.
Frétt mbl.is: Trump: „Grípa í píkuna á þeim“
US election: Donald Trump says he will not quit over video https://t.co/8KaqjmaYCI
— BBC News (World) (@BBCWorld) October 8, 2016