„Ég mun aldrei gefast upp“

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump, forsetaframbjóðandi re­públi­kana, ætlar ekki að stíga til hliðar sem forsetaefni flokksins. 

Í gær birtist myndskeið frá árinu 2005 þar sem Trump sést hafa uppi niðrandi um­mæli um kon­ur. Þar sagðist hann meðal annars vera stjarna og gæti því gert hvað sem er.

„Það eru engar líkur á því að ég hætti við framboðið,“ sagði Trump við Wall Street Journal.

Frétt mbl.is: Verður dónatalið Trump að falli?

„Ég mun aldrei gefast upp,“ sagði forsetaframbjóðandinn enn fremur en fjölmargir flokksfélagar hans í Repúblikanaflokknum heimta að hann hætti við framboðið.

Áður hafði Trump beðist afsökunar á áðurnefndu myndskeiði. „Ég hef sagt og gert hluti sem ég sé eft­ir,“ sagði Trump í af­sök­un­ar­beiðni sinni.

Frétt mbl.is: Trump: „Grípa í píkuna á þeim“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert