Trump: „Grípa í píkuna á þeim“

00:00
00:00

Don­ald Trump hef­ur beðist af­sök­un­ar á klúr­um um­mæl­um sem hann lét falla um kon­ur árið 2005. Mynd­band af því þegar Trump tal­ar um að geta gert „hvað sem er“ við kon­ur, þar sem hann sé „stjarna“ var birt í gær og hef­ur vakið hörð viðbrögð, svo vægt sé til orða tekið. 

Frétt mbl.is: Niðrandi um­mæli í mynd­bandi

„Þessi orð lýsa ekki þeim manni sem ég hef að geyma [...] ég biðst af­sök­un­ar,“ hef­ur BBC eft­ir for­setafram­bjóðand­an­um. Hillary Cl­int­on, fram­bjóðandi demó­krata, seg­ir um­mæli hans „skelfi­leg“. 

Á mynd­band­inu stær­ir Trump sig á því að leyfa sér að káfa á og kyssa kon­ur þegar hon­um hent­ar. Þá sagðist hann „grípa í pík­una á þeim“.

„Ég hef sagt og gert hluti sem ég sé eft­ir,“ sagði Trump í af­sök­un­ar­beiðni sinni. En Trump gat ekki setið á sér og hnýtti einnig í mót­fram­bjóðanda sinn, Cl­int­on, í næstu andrá.

Hljóðupp­taka af viðtal­inu var birt í mynd­skeiði á vef Washingt­on Post í gær. Í viðtali við þátta­stjórn­and­ann Billy Bush grobb­ar hann sig af því að hafa reynt að kom­ast í rúmið með gift­um kon­um og káfa á og kyssa aðrar. Tal­ar hann m.a. um að hafa reynt við gifta konu. „Ég reyndi við hana og mér brást boga­list­in. Ég viður­kenni það,“ heyr­ist Trump segja. „Hún var gift. Og ég reyndi við hana mjög stíft.“

Viðtalið sem um ræðir var tekið upp fyr­ir þátt­inn Access Hollywood en var aldrei sýnt. Fyrr en nú. „Ég reyndi við hana eins og skepna, en ég komst ekk­ert áfram. Og hún var gift. Svo sá ég hana allt í einu, hún er núna með stór gervi­brjóst og allt. Hún hef­ur umbreytt út­liti sínu,“ mátti m.a. heyra Trump segja.

Síðar í sam­tal­inu seg­ir Trump að hann „drag­ist sjálf­krafa“ að fal­leg­um kon­um og reyni oft að kyssa þær. „Ég byrja bara að kyssa þær,“ seg­ir hann. „Ég bíð ekk­ert. Og þegar maður er stjarna, þá leyfa þær manni það. Þú get­ur gert hvað sem er.“

Re­públi­kan­ar hafa marg­ir hverj­ir for­dæmt um­mæli Trumps af hörku. Þing­for­set­inn Paul Ryan sagði að hon­um yrði óglatt við að heyra orð Trumps. Hann hef­ur dregið til baka boð sitt til Trumps í haust­veislu re­públi­kana sem hann ætl­ar að halda nú um helg­ina á heim­ili sínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert