Sjáðu eyðilegginguna úr lofti

Eitt sinn stóðu þarna hús. Matthew sá til þess að þau jöfnuðust öll við jörðu. 900 létust. Tugþúsundir misstu heimili sín og kólerufaraldur er í uppsiglingu. Ástandið á Haítí er hrikalegt.

Hjálparstofnanir segja að um 350 þúsund manns þarfnist neyðaraðstoðar strax. Þegar hafa nokkrir látist úr kóleru en sjúkdómurinn breiðist hratt út, m.a. vegna þess að hreint vatn er af skornum skammti eftir fellibylinn.

Stór svæði eru án rafmagns og vatns. Samgöngur hafa farið úr skorðum og fjarskipti sömuleiðis. Ljóst er að það mun taka fleiri vikur og mánuði að hreinsa til og laga það sem Matthew eyðilagði.

UNICEF á Íslandi minnir á að  heimsforeldrar​ styðja neyðaraðgerðir UNICEF á vettvangi. Mörg börn eru í neyð vegna ástandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert