Hælisleitendur í hópslagsmálum

Lögreglumenn að störfum í Danmörku.
Lögreglumenn að störfum í Danmörku. AFP

Í kring­um fjöru­tíu hæl­is­leit­end­ur und­ir lögaldri tóku þátt í fjölda­slags­mál­um við miðstöð hæl­is­leit­enda í bæn­um Tul­lebølle í Dan­mörku í gær. Lög­regl­an seg­ir ná­kvæm upp­tök áflog­anna óljós.

Starfsmaður við miðstöðina var sleg­inn með járn­stöng í lík­amann af 15 ára dreng, en hlaut eng­in meiðsl af. Dreng­ur­inn hef­ur þó verið kærður fyr­ir árás gegn op­in­ber­um starfs­manni sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

Þá slasaðist eng­inn drengj­anna al­var­lega, en þátt­tak­end­ur hafa neitað að segja lög­reglu hvers vegna átök­in byrjuðu.

Dreng­ir úr sömu miðstöð tóku einnig þátt í slags­mál­um þar sem allt að hundrað ung­ir hæl­is­leit­end­ur komu við sögu, að lokn­um knatt­spyrnu­leik í júlí.

Mánuði síðar voru fimm ung­lings­dreng­ir úr miðstöðinni ákærðir fyr­ir kyn­ferðis­árás­ir á fjöl­skyldu­hátíðinni Lang­e­lands­festi­val, en Tul­lebølle er á eyj­unni Lang­e­land á milli Fjóns og Sjá­lands.

Tveir þeirra voru þá ákærðir fyr­ir að nauðga 16 ára stelpu á hátíðinni.

Danski frétta­vef­ur­inn Fyens grein­ir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert