Hreint vatn til Haítí

Unnið er að því að koma hjálpargögnum til Haítí.
Unnið er að því að koma hjálpargögnum til Haítí. AFP

Tvær vatnshreinsistöðvar og -búnaður sem getur framleitt 250.000 lítra af hreinu vatni á dag, barst til Haítí. Að minnsta kosti 1,4 milljón manns eru í sárri neyð eftir að fellibylurinn Matthew gekk yfir landið. Neyðaraðstoð til landsins er brýn og hafa Sameinuðu þjóðirnar sagt að bregðast verði hratt við.

Hjálpargögn virðast berast hægt á svæðið. Það hefur valdið ólgu á Haíti sem er fátækasta land Ameríku.

Kólera berst nú á milli manna þar sem hreint vatn hefur verið af skornum skammti. Að minnsta kost greinast 500 ný tilvik af kólerusmiti á dag. Unnið er að því að koma lyfjum til þeirra sem þjást af kóleru. 

Áætlar er að að minnsta kosti þurfi 69 tonn af hjálpargögnum að berast til landsins. Í þeim þarf að vera vatn, matur og lyf. 

Að minnsta kosti 372 hafa látið lífið af völdum Matthew.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert