Ströndin tekin út af Pokemon kortinu

Frá Kijkduin í ágúst en þarna sjást fjölmargir spila Pokemon …
Frá Kijkduin í ágúst en þarna sjást fjölmargir spila Pokemon Go á ströndinni. AFP

Hollensk yfirvöld hafa hætt við fyrirætlun um að höfða mál gegn bandarísku fyrirtæki sem framleiðir Pokemon Go leikinn eftir að fyrirtækið eyddi verndaðri strönd út af korti leiksins.

Þeir sem spila leikinn elta uppi staði eins og Pokestops og Pokegyms, þar sem hægt er að nálgast ýmsa aukahluti tengda Pokemon. Fyrirtækið er búið að eyða þessum stöðvum á ströndinni en þúsundir hafa farið á Kijkduin ströndina til að leita að Pokemon og ná sér í fylgihluti.

Vegna vinsælda leiksins voru yfirvöld farin að hafa áhyggjur af ágangi á ströndina og hótuðu Niantic fyrirtækinu lögsókn ef ströndin yrði ekki tekin út úr leiknum. Það hefur nú verið gert og því engin ástæða til lögsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka