Sakar Dylan um hroka og dónaskap

Bob Dylan hefur enn ekki tjáð sig um nóbelstilnefninguna.
Bob Dylan hefur enn ekki tjáð sig um nóbelstilnefninguna. AFP

Meðlim­ur sænsku Nó­belsaka­demí­unn­ar sakaði Bob Dyl­an, sem hlaut bók­mennta­verðlaun Nó­bels í ár, um hroka og og dóna­skap. Dyl­an hef­ur ekki enn tjáð sig um skoðun sína á að hafa hlotið verðlaun­in, frá því til­kynnt var um það í síðustu viku.

Tón­list­armaður­inn hef­ur held­ur ekki svarað ít­rekuðum sím­hring­ing­um nó­bels­nefnd­ar­inn­ar, né sýnt nokk­ur önn­ur viðbrögð við verðlauna­til­kynn­ing­unni.

„Þetta er dóna­legt og hroka­fullt,“ sagði sænski rit­höf­und­ur­inn Per Wast­berg í sam­tali við sænska rík­is­sjón­varpið SVT.

Frétt mbl.is: Ef­ast um að Dyl­an taki við Nó­beln­um

Frétt mbl.is: Bob Dyl­an fær Nó­bel­inn

Dyl­an kom fram á tón­leik­um í Las Vegas dag­inn sem til­kynnt var um verðlaun­in og sem loka­lag tók hann ábreiðu af lagi Frank Sinat­ra „Why Try To Change Me Now?“ sem sum­ir vilja túlka sem svo að Dyl­an hafi þar viljað ýja að langvar­andi andúð sinni á fjöl­miðlum.

10. des­em­ber ár hvert er öll­um Nó­bels­verðlauna­höf­um þess árs boðið til Stokk­hólms þar sem þeir taka við verðlaun­un­um úr hendi Karls Gúst­afs Sví­a­kon­ungs og flytja að því loknu ræðu við hátíðar­kvöld­verð aka­demí­unn­ar.

Sænska Nó­belsaka­demí­an veit enn ekki hvort Dyl­an hyggst koma til Stokk­hólms í des­em­ber.

„Þetta er for­dæm­is­laus staða,“ sagði Wast­berg.

And­ers Bar­any, sem á sæti í kon­ung­legu sænsku vís­inda­aka­demí­unni, minn­ist þess þó að sjálf­ur Al­bert Ein­stein hafi snuprað nefnd­ina eft­ir að hon­um voru veitt Nó­bels­verðlaun­in í eðlis­fræði árið 1921.

Þá hafnaði franski rit­höf­und­ur­inn og heim­spek­ing­ur­inn Jean-Paul Sartre árið 1964 al­farið að taka á móti verðlaun­un­um.

Dyl­an er fyrsta söngvaskáldið til að hljóta Nó­bels­verðlaun­in í bók­mennt­um, en meðal þeirra sem einnig voru til­nefnd­ir í ár voru Salm­an Rus­hdie, sýr­lenska skáldið Adon­is og ken­íski rit­höf­und­ur­inn  Ngugi wa Thi­ong'o.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert