Twitter liggur niðri vegna netárásar

AFP

Svo virðist sem netárás hafi valdið truflunum hjá vefsíðum og miðlum eins og Reddit, Twitter og Spotify í dag. Síðurnar liggja niðri á ákveðnum svæðum vegna árásarinnar. Í frétt Independent kemur fram að netárásin hafi ráðist að netkerfum fyrirtækisins Dyn Inc sem er ein stærsta netþjónusta heims.

Árásin hefur haft mestu áhrifin í austurhluta Bandaríkjanna en hennar hefur gætt um allan heim.

Independent vitnar í tilkynningu á heimasíðu Dyn þar sem fram kemur að árásin hafi komið í ljós klukkan 11:10 í morgun. Brugðist var strax við og er unnið að því að sefa áhrif hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert