Áfram mótmælt í Póllandi

Pólverjar hópuðust fyrir framan þinghúsið í Varsjá til að mótmæla …
Pólverjar hópuðust fyrir framan þinghúsið í Varsjá til að mótmæla í dag. AFP

Pólverjar héldu í dag áfram mótmælum gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum er varða fóstureyðingar.

Aðgerðasinnar mótmæltu fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Varsjá í dag og búist er við frekari mótmælum á morgun.

Pólska þingið felldi í byrjun mánaðar frum­varp sem banna átti fóst­ur­eyðing­ar í land­inu eft­ir að pólsk­ar kon­ur efndu til mót­mæla víða um land. 

Nýjar tillögur hafa verið settar fram eftir það sem banna fóstureyðingar þar sem lífslíkur barns í móðurkviði eru taldar litlar.

Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi hins íhaldssama flokks Laga og réttlætis, hefur sagt að flokkurinn sé að vinna að nýju framvarpi.

„Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sjá til þess að jafnvel þegar meðganga er mjög erfið og ljóst er að barnið deyr muni konan fæða barnið þannig að hægt sé að skíra það og jarða,“ sagði Kaczynski í viðtali fyrr í mánuðinum.

Fóst­ur­eyðing­ar­lög í Póllandi eru fyr­ir ein þau ströngustu í Evr­ópu.

Þúsund­ir pólskra kvenna tóku þátt í mót­mæl­um gegn frum­varp­inu um bannið fyrr í mánuðinum og var fjöldi sam­stöðumót­mæla hald­inn ann­ars staðar, þar á meðal í Reykja­vík.

Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert