Kyrkti fyrrverandi eiginkonu sína

Heiðursmorð eru algeng í Pakistan.
Heiðursmorð eru algeng í Pakistan. AFP

Lögregluyfirvöld í Pakistan hafa handtekið sex menn. Þeir eru grunaðir um að hafa kyrkt par en morðið var heiðursmorð. Lög í Pakistan voru samþykkt í byrjun mánaðarins sem banna heiðursmorð.

Fórnarlömbin höfðu verið gift í eitt ár. Konan yfirgaf fyrrverandi eiginmann sinn, flúði til annarrar borgar og giftast öðrum manni.

Ættflokksþing, sem samanstóð af fyrrverandi eiginmanni hennar og ættingjum hans, dæmdi parið til dauða.

„Þau voru kyrkt og grafin í kirkjugarðinum,“ sagði lögreglumaðurinn Javed Akbar í samtali við AFP-fréttaveituna. Hann bætti því við að mennirnir hefðu verið handteknir á þriðjudag.

Mörg hundruð láta lífið á hverju ári vegna heiðurs­morða þar í landi. Morðin eru fram­in til að vernda heiður fjöl­skyld­unn­ar og fórn­ar­lömb­in eru iðulega stúlk­ur og kon­ur. 

Áður en lögin sem bönnuðu heiðursmorð voru samþykkt gátu einstaklingar sem frömdu heiðurs­morð gengið lausir ef ætt­ingj­ar fórn­ar­lambs­ins höfðu fyr­ir­gefið þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert