Hernámsmennirnir í Oregon sýknaðir

Sjömenningarnar sem voru sýknaðir í dag. Leiðtogi hópsins, Ammon Bundy …
Sjömenningarnar sem voru sýknaðir í dag. Leiðtogi hópsins, Ammon Bundy er efstur til vinstri. AFP

Sjö­menn­ing­ar sem tóku þátt í vopnuðu her­námi á op­in­ber­um bygg­ing­um á nátt­úru­vernd­ar­svæði í Or­egon í janú­ar voru sýknaðir af ákær­um sem tengd­ust umsátr­inu í al­rík­is­dóm­stóli í rík­inu í dag. Fólkið var meðal ann­ars ákært fyr­ir vopna­laga­brot og fyr­ir sam­særi um að hindra op­in­bera starfs­menn í starfi.

Tug­ir vopnaðra manna sölsuðu und­ir sig hluta Mal­heur-nátt­úru­vernd­ar­svæðis­ins 2. janú­ar í kjöl­far mót­mæla gegn fang­els­is­dómi yfir tveim­ur búg­arðseig­end­um sem voru sak­felld­ir fyr­ir að brenna al­rík­is­land. Kröfðust þeir þess að al­rík­is­stjórn­in skilaði nátt­úru­vernd­ar­svæðinu til borg­ar­anna til nýt­ing­ar og sögðust til­bún­ir að mæta til­raun­um yf­ir­valda til að reka þá af svæðinu með vopna­valdi.

Forsprakk­ar her­náms­ins voru svo hand­tekn­ir 27. janú­ar en einn úr hópn­um var skot­inn til bana í átök­um við lög­reglu. Her­nám­inu lauk svo end­an­lega og friðsam­lega 11. fe­brú­ar þegar síðustu her­náms­menn­irn­ir gáf­ust upp, 41 degi eft­ir að það hófst. 

Frétt Mbl.is: Forsprakk­ar her­náms­ins hand­tekn­ir

Ammon Bun­dy, leiðtogi hóps­ins, bróðir hans Ryan og þrír aðrir voru í dag sýknaðir af ákæru um brot á skot­vopna­lög­um og sam­særi um að hindra op­in­bera starfs­menn í störf­um sín­um. Tveir aðrir voru sýknaðir af ákæru um sam­særi. Dóm­stóll­inn komst ekki að niður­stöðu um ákæru um þjófnað gegn Ryan Bun­dy.

Sjö aðrir her­náms­menn eru sagðir koma fyr­ir dóm­ara í fe­brú­ar vegna umsát­urs­ins.

Dóms­upp­kvaðning­in gekk ekki áfalla­laust. Lögmaður Ammons Bun­dy var snú­inn niður af lög­reglu­mönn­um þegar hann krafðist þess af ákafa að Ammon yrði sleppt. Eru lög­reglu­menn­irn­ir sagðir hafa notað raf­byssu á lög­mann­inn, að því er kem­ur fram í frétt CNN.

Frétt Mbl.is: Ná sér niðri á al­rík­is­stjórn­inni

Bun­dy-bræðurn­ir og faðir þeirra Cli­ven eru enn í varðhaldi þar sem þeir eru enn ákærðir í Nevada í tengsl­um við annað umsát­ur á búg­arði fjöl­skyld­unn­ar árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka