Grunaður um mannrán í Nice

Fjöldi Íslendinga lögðu leið sína til Nice í sumar til …
Fjöldi Íslendinga lögðu leið sína til Nice í sumar til að fylgjast með Evrópumótinu í knattspyrnu. mbl.is

Fyrrverandi framkvæmdastjóri sælkeraveitingastaðarins La Reserve í borginni Nice í Frakklandi er grunaður um  að hafa skipulagt og rænt hinni 75 ára gömlu Jacqueline Veyrac. Veyrac var gripin á mánudaginn þegar hún var á leið inn í bifreið sína í borginni Nice og færð í stóran sendiferðabíl.

Tveimur dögum seinna fannst hún heilu og höldnu í hvítum sendiferðabíl með fölsuðum númeraplötum í Nice. Veyrac er afar efnuð og á meðal annars veitingastaðinn La Reserve og glæsihótelið Grand Hotel í Cannes.

Saksóknari segir málið afar sérstakt og telur að það snúist um persónuleg málefni þar sem ekki var krafist lausnargjalds fyrir Veyrac. Samkvæmt franska blaðinu Le Parisien höfðu hinn grunaði, Giuseppe S, og Veyrac átt í deilum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert