Trump nær forskoti á Clinton

Aðeins vika er þar til Bandaríkjamenn velja sér sinn næsta …
Aðeins vika er þar til Bandaríkjamenn velja sér sinn næsta forseta. AFP

Don­ald Trump, for­setafram­bjóðandi re­públi­kana, hef­ur náð for­skoti á keppi­naut sinn Hillary Cl­int­on í nýrri könn­un sem gerð var á veg­um ABC News og Washingt­on Post, en niður­stöður henn­ar voru gerðar op­in­ber­ar í dag. Aðeins vika er til kosn­inga vest­an­hafs, sem fara fram 8. nóv­em­ber næst­kom­andi.

For­skotið er lítið, aðeins eitt pró­sentu­stig, en könn­un­in sýn­ir einnig sjö pró­sentu­stiga lækk­un á hlut­falli ákafra stuðnings­manna Cl­int­on sem lík­leg­ir eru til að kjósa á kjör­dag. Gæti lækk­un­in verið af­leiðing þeirra hneykslis­mála sem um­kringt hafa fram­boð henn­ar að und­an­förnu.

Ekki haft for­skot síðan í maí

Trump fær stuðning 46% aðspurðra í könn­un­inni, en Cl­int­on 45%, sem er vel inn­an skekkju­marka. Þetta er þó í fyrsta sinn sem hann mæl­ist ofar en hún, í könn­un á veg­um ABC og Post, síðan í maí síðastliðnum.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 27.-30. októ­ber, en James Comey, yf­ir­maður banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI, til­kynnti þann 28. októ­ber að full­trú­ar á hans veg­um hefðu fundið nýj­an skammt tölvu­pósta sem gætu fallið und­ir rann­sókn embætt­is­ins á meðhöndl­un Cl­int­on á trúnaðargögn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert