Eins langt frá eðlilegu og hægt er

AFP

Andlegt ástand Rurik Juttnings var langt frá því að vera eðlilegt þegar hann skar tvær ungar konur á háls í íbúð sinni í Hong Kong. Þetta segir verjandi verðbréfamiðlarans fyrrverandi sem áður var með nokkrar milljónir dala í árslaun.

Juttings, sem er 31 árs Breti útskrifaður frá Cambridge, er ákærður fyrir hrottaleg morð í Hong Kong fyrir tveimur árum. Jutting missti gjörsamlega tökin á lífinu en hann glímir við persónuleikaröskun, að sögn verjanda hans, Tim Owen.

Hann breyttist úr sjálfsöruggum verðbréfamiðlara sem breytti öllu í gull sem hann snerti í uppblásinn fíkil sem var illa til hafður, einangraður og glímdi við þráhyggjuröskun varðandi ofbeldisfullt kynlíf. 

Frétt mbl.is: Jutting er sjálfsdýrkandi sadisti

Konurnar tvær sem hann drap, Sumarti Ningsih, 23 ára og Seneng Mujiasih, 26 ára, voru frá Indónesíu en fóru með honum heim af bar þar sem hann ætlaði að greiða þeim fyrir kynmök.

Rutting pyntaði Ningsih í þrjá sólarhringa í íbúð sinni áður en hann myrti hana og tróð líkinu ofan í ferðatösku sem hann henti út á svalir. Hann neitar því að hafa myrt þær en játar manndráp. Vitni hafa komið fyrir réttinn undanfarna daga þar sem þau hafa lýst persónuleikaröskunum sem Jutting þjáist af. 

Geðlæknir sem verjandinn lét meta geðheilsu Juttings segir að hann hafi neytt kókaíns og áfengis eins og aðrir drekka vatn. Hann þjáist af sjálfsdýrkun á háu stigi og kvalalosta. 

Saksóknari, John Reading, segir að Jutting var ekki í jafnvægi þegar hann framdi morðin enda undir miklum áhrifum kókaíns. En það hafi hann tekið til þess að vera fær um að pynta og drepa. 

Owen er ekki sammála Reading um hversu rólegur og yfirvegaður Jutting hafi verið þegar hann lýsti því hvernig hann pyntaði fórnarlamb sitt. Jutting hafi verið eins fjarri því að vera eðlilegur og hægt er. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert