Ein af nígersku skólastelpunum fundin

Maryam Ali Maiyanga með tíu mánaða gamlan son sinn.
Maryam Ali Maiyanga með tíu mánaða gamlan son sinn. AFP

Skóla­stelpa úr hópi þeirra 270 sem var rænt af hryðju­verka­sam­tök­un­um Boko Haram í Chi­bok bæn­um í Niger­íu fannst í norður­hluta héraðsins með tíu mánaða gam­alt barn, að því er kem­ur fram á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins

Yf­ir­völd til­kynntu ný­lega um fund­inn, tæp­um mánuði frá því að 21 skóla­stelpa var lát­in laus eft­ir samn­ingaviðræður við Boko Haram. Stelp­an fannst í skimun á flótta­fólk sem slapp úr bækistöð Boko Haram í Sam­b­isa skóg­in­um. 

Ránið á 270 skóla­stelp­um í Chi­bok bæn­um í apríl 2014 vakti alþjóðlega at­hygli. Hafa yf­ir­völd heitið því að end­ur­heimta þær 200 skóla­stelp­ur sem enn eru í haldi Boko Haram. 

Boko Haram sam­tök­in hafa rænt þúsund­um manna síðan þau hófu upp­reisn gegn yf­ir­völd­um fyr­ir sjö árum síðan. Þau berj­ast fyr­ir að stofna íslamskt ríki í norður­hluta Níg­er­íu og er talið að meira en 30.000 manns hafi lát­ist í átök­um hingað til. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert