Chelsea Manning reyndi að fremja sjálfsvíg í síðasta mánuði á meðan hún var í einangrun eftir að hafa gert sjálfsvígstilraun í júlí síðastliðnum.
Manning, sem er fyrrverandi starfsmaður Bandaríkjahers, var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að leka leyniskjölum til vefsíðunnar WikiLeaks.
Samkvæmt yfirlýsingu sem hún las upp um miðjan október fyrir stuðningsmenn sína reyndi hún að fremja sjálfsvíg 4. október.
Lögmenn hennar staðfestu atvikið á Twitter.
Manning lauk fimm daga hungurverkfall í september eftir að herinn samþykkti að hún fengi að gangast undir kynleiðréttingaraðgerð.
Frétt mbl.is: Chelsea Manning hætt í hungurverkfalli