Nafngreina skipuleggjanda árásanna

Oussama Atar.
Oussama Atar. Skjáskot af LaCapitale.be

Rík­is­sak­sókn­ara­embætti Frakk­lands hef­ur nafn­greint mann sem tal­inn er hafa komið að skipu­lagn­ingu hryðju­verka­árás­anna í Par­ís og Brus­sel.

Um er að ræða Ous­sama Atar, 32 ára mann með tvö­falt rík­is­fang, belg­ískt og mar­okkóskt. Atar er í Sýr­landi og fé­lagi í víga­sam­tök­un­um Ríki íslams.

Heim­ild­ir AFP-frétta­stof­unn­ar herma að Atar sé einn grunaðra um að hafa skipu­lagt árás­irn­ar í Brus­sel 22. mars en nú sé talið að hann hafi einnig tengst árás­un­um í Par­ís 13. nóv­em­ber í fyrra.

Atar er sá eini af þeim sem komu að árás­un­um og hafa verið nafn­greind­ir, sem er bú­sett­ur er í Sýr­landi. Grun­ur hef­ur verið um að árás­irn­ar hafi verið skipu­lagðar af nokkr­um ein­stak­ling­um í Sýr­landi en Atar er sá fyrsti sem er nafn­greind­ur. Dul­nefni hans er Abou Ahmad en hann er frændi El Bakra­oui-bræðranna sem sprengdu sig upp á flug­vell­in­um í Brus­sel og í neðanj­arðarlest í sömu borg.

Tveir frænd­ur til viðbót­ar, Moustapha og Jawad Ben­hattal, voru hand­tekn­ir 18. júní grunaðir um að und­ir­búa árás í Belg­íu þar sem sýna átti leik frá EM. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert