Var skotin og stungin ítrekað

AFP

Jo Cox, þingmaður Verka­manna­flokks­ins, var ít­rekað skot­in og stung­in í „hrotta­feng­inni“ árás. Morðið var póli­tískt, kom fram við rétt­ar­höld yfir morðingja Cox í dag, en hann muldraði „Bret­land fyrst“ og „höld­um Bretlandi sjálf­stæðu“ þegar hann lét til skar­ar skríða.

Thom­as Mair réðist á Cox í Yorks­hire í aðdrag­anda þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar um framtíð Bret­lands inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Cox var fylgj­andi áfram­hald­andi aðild.

Síðustu stund­ir þing­manns­ins voru fangaðar af ör­ygg­is­mynda­vél­um og þá sá vitni Mair læðast aft­an að Cox, stinga hana og skjóta. Hann stakk hana aft­ur og mann sem reyndi að koma henni til aðstoðar, og að því loknu skaut hann þing­mann­inn enn einu sinni.

Cox var skot­in tvisvar í höfuðið og einu sinni í bring­una. Þá fund­ust 15 stungusár á henni. Hún lést á staðnum. Cox var 41 árs tveggja barna móðir.

Muir er 53 ára at­vinnu­laus garðyrkjumaður. Hann er sagður hafa heim­sótt fjölda vefsíðna dag­ana fyr­ir morðið þar sem um­fjöll­un­ar­efnið var m.a. nas­ist­ar, Ku Klux Klan, SS-sveit­irn­ar, Ísra­el, móður­morð og fjölda­morðingj­ar.

Ítar­lega frétt um málið er að finna hjá Guar­di­an.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert