Sáttasemjarinn og óhemjan

Reince Priebus (t.v.) og Stephen K. Bannon. Þeir munu aðstoða …
Reince Priebus (t.v.) og Stephen K. Bannon. Þeir munu aðstoða Donald Trump við að taka erfiðar ákvarðanir er hann tekur við embætti Bandaríkjaforseta. AFP

Don­ald Trump lýs­ir þeim sem „gríðarlega hæf­um leiðtog­um“ sem vinni vel sam­an og hafi átt stór­an þátt í sögu­leg­um kosn­inga­sigri sín­um. Trump er tal­inn hafa valið Reince Priebus sem skrif­stofu­stjóra Hvíta húss­ins til þess að byggja brýr inn­an Re­públi­kana­flokks­ins en val hans á Stephen Bannon sem aðalráðgjafa hef­ur verið gagn­rýnt af mörg­um. Hann hef­ur m.a. verið sakaður um kven­fyr­ir­litn­ingu og kynþátta­for­dóma. 

Bannon er 62 ára, fyrr­ver­andi yf­ir­maður í hern­um og starfsmaður á fjár­fest­inga­sviði Goldm­an Sachs bank­ans. Hann tók við sem kosn­inga­stjóri Trumps und­ir lok kosn­inga­bar­átt­unn­ar er upp­lýst var og gagn­rýnt harðlega að Paul Mana­fort, sem gegnt hafði stöðunni, tengd­ist Vikt­orJanúkóvíts, fyrr­ver­andi for­seta Úkraínu.

Stephen Bannon var kosningastjóri Donalds Trump síðustu vikur kosningabaráttunnar.
Stephen Bannon var kosn­inga­stjóri Don­alds Trump síðustu vik­ur kosn­inga­bar­átt­unn­ar. AFP

„Óhemj­an“ Bannon

Bróðurpart síðasta ára­tug­ar stóð Bannon í brúnni á hægri­sinnuðu frétta- og skoðan­asíðunni Breit­bart. Frétt­asíðan er vin­sæl meðal íhalds­manna en hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir að ala á kynþátta­for­dóm­um, kven­fyr­ir­litn­ingu og gyðinga­h­atri und­ir stjórn Bannons líkt og rakið er ít­ar­lega í grein breska dag­blaðsins Guar­di­an. Á henni var Barack Obama Banda­ríkja­for­seti m.a. sakaður um að „flytja inn fleiri hat­urs­fulla múslima“ og starf­semi sam­tak­anna Plann­ed Par­ent­hood líkt við hel­för­ina. Þá kom m.a. fram á síðunni að ung­ir múslim­ar í hinum vest­ræna heimi væru „tif­andi tímasprengj­ur“ og var kon­um sem orðið höfðu fyr­ir áreitni á net­inu ráðlagt að „skrá sig bara út“ og sagt að hætta að „skemma netið fyr­ir karl­mönn­um.“

Bannon er sagður lengst úti á jaðri hægri vængs­ins inn­an Re­públi­kana­flokks­ins. Í kjöl­far skip­un­ar hans í stöðu aðalráðgjafa Trumps hef­ur hann m.a. verið sagður „fjand­sam­leg­ur gild­um banda­rísks sam­fé­lags.“

Bannon er sagður snjall viðskiptamaður en hann hef­ur m.a. efn­ast vel á end­ur­sýn­ing­um á sjón­varpsþátt­un­um Sein­feld. Það kom þannig til að hann aðstoðaði við söl­una á Castle Rock Entertain­ment, fram­leiðslu­fyr­ir­tæki þátt­anna, og fékk m.a. að laun­um hlut­deild í hagnaði af end­ur­sýn­ingu þeirra.

Einka­líf Bannons varð frétta­mat­ur á tí­unda ára­tugn­um er fyrr­ver­andi eig­in­kona hans sakaði hann um heim­il­isof­beldi. Kær­an var síðar lát­in niður falla. Í for­ræðis­deilu þeirra nokkr­um árum síðar sagði eig­in­kon­an fyrr­ver­andi Bannon vera illa við gyðinga. „Hon­um lík­ar ekki hvernig þeir ala upp börn­in sín svo þau verði væl­andi krakka­orm­ar,“ sagði hún meðal ann­ars. 

Bannon hef­ur verið mjög gagn­rýn­inn á stefnu Re­públi­kana og hef­ur viljað að flokk­ur­inn færði sig enn lengra til hægri í stefnu­mál­um sín­um. Hann hef­ur hrósað þrem­ur frammá­kon­um í flokkn­um, m.a. Söruh Pal­in, fyr­ir að vera „kven­leg­ar“, vera gift­ar og styðja fjöl­skyldu­gild­in en ekki vera „hóp­ur af less­um“ [e. bunch of dyk­es].

Marg­ir telja að Trump hafi svo valið Reince Priebus sem skrif­stofu­stjóra Hvíta húss­ins til að byggja brýr milli and­stæðra afla inn­an Re­públi­kana­flokks­ins. Ekki síst er talið að hann geti slegið á óvild Pauls Ry­ans, for­seta full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, í garð Trumps, en Bannon hef­ur lengi verið einn helsti gagn­rýn­andi Ry­ans.

Donald Trump og Reince Priebus eftir að úrslit forsetakosninganna í …
Don­ald Trump og Reince Priebus eft­ir að úr­slit for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um urðu ljós. AFP

Sátta­semj­ar­inn Priebus

Priebus er 44 ára og formaður lands­nefnd­ar Re­públi­kana­flokks­ins. Hann er lög­fræðing­ur að mennt og hef­ur langa reynslu af störf­um hjá hinu op­in­bera. Hann var ung­ur álit­inn áhrifamaður inn­an flokks­ins og hef­ur þrýst á breyt­ing­ar í stefnu hans og nú­tíma­væðing­ar. Eft­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar árið 2012 fór hann fyr­ir nefnd sem skrifaði svo­kallaða „krufn­inga­skýrslu“ um hvers vegna re­públi­kan­ar töpuðu. Í henni lagði hann m.a. til að gripið yrði til aðgerða til að ná fylgi meðal spænsku­mæl­andi íbúa og kvenna.

Priebus hef­ur ít­rekað talað fyr­ir ein­ingu meðal re­públi­kana, m.a. eft­ir að Trump var val­inn for­seta­efni flokks­ins. Hann varð virk­ur þátt­tak­andi í kosn­inga­bar­átt­unni og und­ir­bjó Trump m.a. fyr­ir kapp­ræðurn­ar við Hillary Cl­int­on. Í sig­ur­ræðu sinni sagði Trump um Priebus: „Hann er ótrú­leg stjarna.“

Mikið mun mæða á Priebus sem skrif­stofu­stjóra Hvíta húss­ins [e. White Hou­se Chi­ef of Staff]. Hann mun m.a. hafa það hlut­verk að tryggja að stefnu­mál Trumps fari hindr­un­ar­laust í gegn­um þingið. Hann mun verða hægri hönd Trumps og leiða hann í gegn­um frum­skóg stjórn­sýsl­unn­ar en viðskiptamaður­inn Trump hef­ur enga reynslu á því sviði.

Reynsl­an hef­ur sýnt að skrif­stofu­stjór­ar Hvíta húss­ins gegna lyk­il­hlut­verki í ákvörðunum for­set­ans. Leiða má lík­um að því að Priebus og Bannon verði síðustu tveir menn­irn­ir sem Trump mun hitta og ráðfæra sig við áður en hann tek­ur meiri­hátt­ar ákv­arðanir sem for­seti Banda­ríkj­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert