Fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, Ferdinand Marcos, var nýverið jarðsettur í kirkjugarði sem ætlaður er fyrir fyrirmenni og hetjur landsins. Kirkjugarðurinn er í höfuðborg landsins Manila. BBC greinir frá.
Einvaldurinn sem var við völd í yfir 20 ár í landinu lést hins vegar árið 1989 í Bandaríkjunum. Lík hans hefur verið varðveitt og smurt í heimabæ hans Batac í tæp tuttugu ár. Marcos var hrakinn úr eigin landi eftir að milljónir íbúa landsins mótmæltu stjórnarháttum hans og fór hann þá til Bandaríkjanna.
Fyrir mánuði féll dómsúrskurður um að lík hans mætti jarðsetja í umræddum kirkjugarði. Þessari ákvörðun hafa íbúar landsins mótmælt harðlega því hann er sakaður um hafa drepið, rænt og pyntað fjölda fólks á valdatíð sinni.
Í kirkjugarðinum eru jarðsettir að stórum hluta fyrrverandi hermenn en einnig þekktir listamenn.
Forseti landsins Rodrigo Duterte kallaði Marco „filippseyskan hermann“ þegar hann veitti leyfi fyrir því í ágúst að hann yrði jarðaður í þessum garði.
Hér er grein BBC í heild sinni.