Sjálfsvígsárásir í Nígeríu

Boko Haram samtökin hafa horn í síðu ungra kvenna sem …
Boko Haram samtökin hafa horn í síðu ungra kvenna sem stunda nám. AFP

Tvær sjálfsvígsárásir voru gerðar skammt frá lögreglustöð í norðausturhluta Nígeríu í nótt. Enginn lést í árásunum nema fólkið sjálft, kona og karl. Kona sem var með þeim var handtekin af lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum. 

Að sögn lögreglu var fólkið, tvær konur og karl, stöðvuð skammt frá dómhúsi í Jiddari. Konan sem lifði af er nú til yfirheyrslu hjá lögreglu en um 20 þúsund manns hafa látist í norðurhluta Nígeríu á undanförnum sjö árum í árásum Boko Haram-vígasamtakanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka