Sjálfsvígsárásir í Nígeríu

Boko Haram samtökin hafa horn í síðu ungra kvenna sem …
Boko Haram samtökin hafa horn í síðu ungra kvenna sem stunda nám. AFP

Tvær sjálfs­vígs­árás­ir voru gerðar skammt frá lög­reglu­stöð í norðaust­ur­hluta Níg­er­íu í nótt. Eng­inn lést í árás­un­um nema fólkið sjálft, kona og karl. Kona sem var með þeim var hand­tek­in af lög­reglu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá yf­ir­völd­um. 

Að sögn lög­reglu var fólkið, tvær kon­ur og karl, stöðvuð skammt frá dóm­húsi í Jidd­ari. Kon­an sem lifði af er nú til yf­ir­heyrslu hjá lög­reglu en um 20 þúsund manns hafa lát­ist í norður­hluta Níg­er­íu á und­an­förn­um sjö árum í árás­um Boko Haram-víga­sam­tak­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert