Sex handteknir í Frakklandi

AFP

Franska hryðjuverkalögreglan handtók sex menn í Strassborg og Marseille um helgina, samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar. Fjórir voru handteknir aðfararnótt sunnudags í Strassborg og tveir í Marseille.

Samkvæmt heimildum bentu upplýsingar sem hryðjuverkasveitin fékk til þess að það yrði að handtaka mennina þar sem óttast væri að þeir væru að skipuleggja hryðjuverk. Innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, ætlar að veita fjölmiðlum frekari upplýsingar um málið síðar í dag.

Mikill viðbúnaður hefur verið í Strassborg að undanförnu vegna ótta við hryðjuverk á jólamarkaði borgarinnar. Hafa borgaryfirvöld hótað því að hætta við markaðinn ef talin er alvarleg hætta á árás í tengslum við hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert