Taívanska flugfélagið TransAsia hefur hætt starfsemi eftir tvö alvarleg slys á tveimur árum. Stjórnarformaðurinn Vincent Lin tilkynnti í dag að fyrirtækið yrði leyst upp. Settur verður á laggirnar viðbragðshópur sem mun hafa það hlutverk að endurgreiða viðskiptavinum.
TransAsia komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar það náðist á myndband þegar ein farþegaþota flugfélagsins flaug utan í umferðarmannvirki og hrapaði í á í Taipei.
43 létu lífið.
Rannsókn leiddi í ljós að flugmaður vélarinnar hafði fyrir mistök slökkt á þeirri vél flugvélarinnar sem virkaði, eftir að hin missti afl skömmu eftir flugtak.
Áður en þetta atvik kom til barðist TransAsia í bökkum og ekki batnaði ástandið í kjölfar slyssins. Aðeins árið áður hafði fyrirtækið sætt annarri rannsókn vegna annars slyss, en þá létust 48 í lendingu á Penguh-eyjum.
Eftir að allt flug í dag var fellt niður hófu starfsmenn TransAsia að selja hlutabréf sín í fyrirtækinu. Sú hegðun þeirra er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum en starfsmennirnir eru grunaðir um að hafa brotið lög um innherjaviðskipti.