Kólumbísk yfirvöld og FARC-skæruliðasamtökin munu skrifa undir nýjan friðarsamning í höfuðborg landsins á fimmtudaginn. Þetta kom fram í tilkynningu frá stjórnvöldum nú í kvöld, en áður höfðu yfirvöld og samtökin náð samkomulagi sem var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfarið.
Með samkomulaginu er vonast til þess að endir sé bundinn á hálfrar aldar borgarastyrjöld í landinu. 260 þúsund manns hafa verið drepin í átökunum, 6,9 milljónir hafa yfirgefið heimili sín og ekkert hefur spurst til 45 þúsund manns.
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var mjög mjótt á munum, en niðurstaðan var 50,21% á móti 49,78%. Aðeins munaði 54 þúsund atkvæðum á milli fylkinganna. Helsta atriðið sem íbúar voru ósáttir með var að uppreisnarmönnum verði veitt sakaruppgjöf.
Undirritunin mun fara fram klukkan fjögur að íslenskum tíma á fimmtudaginn.