Ógildir dóm yfir forsetanum fyrrverandi

Morsi meðan á eins árs valdatíð hans stóð.
Morsi meðan á eins árs valdatíð hans stóð. AFP

Áfrýjunardómstóll í Egyptalandi hefur ógilt annan af tveimur lífstíðardómum yfir Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta landsins. Er þetta annar sigur hans fyrir dómstólum á aðeins einni viku.

Í síðustu viku sneri sami dómstóll við dauðadómi yfir Morsi, en hann hafði verið fundinn sekur um að taka þátt í óeirðum og ofbeldi gegn lögreglumönnum árið 2011, sem á endanum steyptu þáverandi forseta, Hosni Mubarak, af stóli.

Morsi var fyrsti leiðtogi Egyptalands til að vera kjörinn í frjálsum kosningum, sem haldnar voru eftir hið svokallaða Arabíska vor.

Ár hans á valdastóli einkenndist þó af sundrungu og var honum steypt af stóli af þáverandi hershöfðingja og núverandi forseta, Abdel Fattah al-Sisi, í kjölfar fjölmennra mótmæla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert