Lífstíðardómur fyrir morðið á Jo Cox

Blóm hafa verið lögð við ljósmynd af Cox á torginu …
Blóm hafa verið lögð við ljósmynd af Cox á torginu fyrir utan þinghúsið í London í dag. AFP

Karl­maður á sex­tugs­aldri var í dag fund­inn sek­ur um að hafa myrt bresku þing­kon­una Jo Cox, viku fyr­ir Brex­it-þjóðara­at­kvæðagreiðsluna, í árás sem fram­in var í póli­tísk­um til­gangi.

Thom­as Mair, 53 ára, fékk lífstíðardóm fyr­ir morðið, án mögu­leika á reynslu­lausn.

„Þar sem hún var þingmaður þá hef­ur glæp­ur þinn aðra þýðingu, sem kall­ar á sér­staka refs­ingu,“ sagði dóm­ar­inn Alan Wilkie við Mair í dag, þegar hann gaf út refs­ing­una á hend­ur hon­um.

„Það leik­ur eng­inn vafi á því að morðið var framið til að skjóta styrk­ari stoðum und­ir póli­tísk­an málstað.“

Ekkill Cox ávarpar fjölmiðla fyrir utan dómshúsið í dag.
Ekk­ill Cox ávarp­ar fjöl­miðla fyr­ir utan dóms­húsið í dag. AFP

Þrjú skot og fimmtán stung­ur

Kviðdóm­ur við dóm­stól­inn í London sak­felldi Mair fyr­ir að hafa ít­rekað skotið og stungið Cox, tveggja barna móður, þegar hún kom á bóka­safnið í Birstall í Norður-Englandi til að hitta kjós­end­ur sína á fundi.

Ekki sást bregða fyr­ir til­finn­ing­um á and­liti Mair þegar dóm­ur­inn var kveðinn upp.

Kviðdóm­end­ur höfðu áður heyrt vitn­is­b­urð um að Mair hefði öskrað „Bret­land fremst“ (e. „Britain first“) á meðan hann skaut hana þrem­ur skot­um og stakk til viðbót­ar fimmtán sinn­um.

Eft­ir að dóm­ur­inn var kveðinn upp, sagði ekk­ill Cox, Brend­an, að morðið hefði verið póli­tískt hryðju­verk.

„Við höf­um eng­an áhuga á þeim sem framdi verknaðinn, við finn­um aðeins til vorkunn­ar gagn­vart hon­um,“ bætti hann við. „Jo var áhuga­söm um alla, ekki drif­in áfram af sjálfs­elsku held­ur löng­un til að hjálpa öðrum.“

Safn bóka um hel­för­ina

Rann­sak­end­ur fundu á heim­ili Mair mikið safn bóka um hernaðar­sögu Þýska­lands, hel­för­ina og kynþátta­kenn­ing­ar nas­ista, ásamt styttu af erni Þriðja rík­is­ins.

Sjá mátti þá að við leit á vefn­um hafði Mair spurt spurn­ing­ar­inn­ar, „Er 22 kalíbera kúla nógu ban­væn til að drepa með einu skoti í manns­höfuð?“

Morðið á Cox, sem hafði varið rétt­indi inn­flytj­enda og flótta­fólks, skók Bret­land og leiddi til þriggja daga hlés á kosn­inga­bar­átt­unni í aðdrag­anda Brex­it-þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar, sem hald­in var viku síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert