Erdoğan hótar að opna landamærin

AFP

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdoğan, hótar því að opna landamæri Tyrklands fyrir flóttafólki sem hafa komið ólöglega inn í landið, eftir að Evrópuþingið greidd atkvæði með því að stöðva aðildarviðræður Tyrklands í ESB.

Erdoğan segir að ef þetta verði að veruleika þá verði landamærin opnuð og biður Evrópusambandið um að hafa þetta í huga þegar ákvörðun verður tekin um framhaldið.

Stjórnvöld í Tyrklandi og Evrópusambandið komust að samkomulagi 18. mars um að Tyrkir myndu stöðva för flóttafólks til Evrópu, einkum fólk sem er að koma yfir Eyjahafið sem liggur á milli Tyrklands og Grikklands.

Tyrkir samþykktu að auka eftirlit á sjó og landamæraeftirlit gegn því að aðildarumsókn þeirra yrði skoðuð af alvöru. Jafnframt fengju tyrkneskir ríkisborgarar að ferðast til ríka ESB án vegabréfsáritunar. Hins vegar hefur lítið sem ekkert gerst í þessum málum og saka stjórnvöld í Ankara ESB um að standa ekki við stóru orðin.

Í gær var samþykkt á Evrópuþinginu að stöðvaaðildarviðræður í kjölfar herferðar tyrkneskra yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum. Erdoğan segir að ESB hafi grenjað eftir aðstoð í fyrra þegar tugir þúsunda flóttamanna fóru yfir landamæri Tyrklands og Búlgaríu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert