Kona frá Kaliforníu hefur fundist heil á húfi þremur vikum eftir að henni var rænt þegar hún var úti að hlaupa.
Sherri Papini var enn í fjötrum þegar henni tókst að fá bifreið til að stoppa fyrir sér um 225 kílómetrum frá staðnum þar sem hún sást síðast.
Lögreglan, sem segir að henni hafi verið sleppt lausri af mannræningjunum, leitar tveggja kvenna í tengslum við hvarf hennar.
Eiginmaður Papini lét lögregluna vita af hvarfi hennar eftir að hún sótti börnin þeirra ekki úr dagvistun, samkvæmt frétt BBC.
Ekki er vitað um ástæðuna á bak við mannránið.
„Við erum mjög þakklát fyrir að á þessum degi [þakkargjörðardeginum] hafi hún fundist heil á húfi og er komin í faðm fjölskyldunnar,“ sagði lögreglustjórinn Tom Bosenko.
A 34-year-old mother of two has been found safe after she vanished while jogging in northern CA, authorities say https://t.co/LM6MJo2667 pic.twitter.com/A7if8yxyDf
— CNN (@CNN) November 25, 2016